news

Dymbilvika

22 Mar 2021

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Dagana 29., 30. og 31. mars er páskafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Allt starf leikskólans er venjubundið þessa daga. Þrátt fyrir óbreytt starf leikskólans er reynsla okkar undanfarin ár að fjölmörg leikskólabörn eru í fríi með fjölskyldum sínum sérstaklega þar sem eru grunnskólabörn á heimili.

Kennarar leikskólans sem eiga börn í grunnskólum óska margir eftir að taka orlof með börnum sínum þessa daga. Því geta upplýsingar um mætingu nemenda leikskólans létt okkur ákvarðanatöku um hve margir kennarar geta fengið orlof þessa daga. Við biðlum því til þeirra foreldra sem ákveðið hafa að nýta páskaleyfið til ferðalaga eða bara almenna slökun og samveru fjölskyldunnar að upplýsa okkur um ef börn þeirra verða ekki í leikskólanum þessa daga.

Gott væri að upplýsingar um orlof barna væru ljósar við lok vikunnar föstudaginn 26. mars 2021.

Kær kveðja,

Inga Líndal leikskólastjóri