news

Upplýsingar um skráningu í sumarfrí hefur borist í tölvupósti

18 Feb 2021

Eftirfarandi tilkynning hefur borist ykkur kæru foreldrar/ forráðamenn í tölvupósti.

Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2021

Kæru foreldrar og forráðamenn leikskólabarna

Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Markmið sumaropnunar er að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarleyfi á sama tíma og börn þeirra. Sumarleyfistímabil leikskólabarna er frá 15. maí – 15. september ár hvert. Börn fædd 2015 sem fara í grunnskóla haustið 2021 ljúka leikskólagöngu sinni eigi síðar en 30. júlí 2021. Öll börn skulu taka samfellt sumarleyfi í leikskóla í 4 vikur.

https://ibuagatt.hafnarfjordur.is/OnePortal/NewApplication.aspx?id=4_49t3vZ7E6xMvrsNugMQ1

Opið er fyrir skráningu sumarleyfa frá 18. febrúar - 18. mars 2021.