news

Útskrift elstu barna leikskólans

11 Jún 2021

Hátíðardagur hér í Álfasteini í dag þar sem elstu börn skólans útskrifuðst við hátíðlega athöfn í Lautinni. Við athöfnina talaði Inga leikskólastjóri til barnanna og afhenti hverju barni Álfastein með áletruðum styrkleikum þeirra, ásamt útskriftarmöppu og appelsínugulri rós sem er litur Álfasteins. Börnin sungu nokkur lög sem þau hafa verið að æfa í vetur og að því loknu var boðið upp á dýrindis veitingar.

Við óskum börnunum til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni.