news

Vikufrétt 8. nóvember

08 Nóv 2019

Vikupóstur!

Í þessari viku var bókstafur/hljóð vikunnar "Ee". í lubbasamveru fórum við yfir staf/hljóð, lásum söguna, sungum lagið og fundum orð sem byrja á Ee.

Í næstu viku er bókstarfur/hljóð vikunnar "Uu". Við ætlum að safna hlutum í poka sem byrja á þessum bókstaf. Hvert barn má koma með 1 dót á mánudagsmorgun til að láta í lubbapokann, dótið fer síðan með heim á föstudegi.

Börnin fá svo að draga upp úr lubbapokanum og sýna hinum.

Í næstu viku er málræktarvika!
Markmið vikunnar er að vera dugleg að lesa.

Börnin fara með lubbabein heim, fylla út og koma með aftur í leikskólann. Við munum svo lesa og hengja upp beinin.
Markmiðið er að safna eins mörgum beinum og við getum fyrir lubbann okkar á rúðunni????

Vonum að þið eigið ánægjulega helgi, hlökkum til að sjá ykkur kát og hress á mánudaginn.

Kennarar á Holti