Vikupóstur 1. nóvember
01 Nóv 2019
Í þessari viku var bókstafur/hljóð vikunnar "Hh". í lubbasamveru fórum við yfir staf/hljóð, lásum söguna, sungum lagið og fundum orð sem byrja á Hh. Lubbi ferðaðist frá Jökulárslóni til Höfn í hornafirði ????????
Í næstu viku er bókstarfur/hljóð vikunnar "Ee". Við ætlum að safna hlutum í poka sem byrja á þessum bókstaf. Hvert barn má koma með 1 dót á mánudagsmorgun til að láta í lubbapokann, dótið fer síðan með heim á föstudegi.
Í þessari viku var hrekkjavakan haldin hátíðleg og fór frammikill undirbúningur fyrir hana. Á sjálfan hrekkjavökudaginn var haldið veglegt hrekkjavökuball og sameinuðust Holt og Hamar í sögustund þar sem lesin var hrekkjavöku loðtöflusaga ????????
Við erum að fara byrja á könnunarverkefni haustannar en það er "fjölskyldan mín" afraksturinn munum við svo sýna á aðventukaffinu í lok nóv.
Í vikunni brölluðu börnin ýmislegt í hópastarfi:
Í kubbastarfi byggðu börnin úr holukubbunum.
Í málörvun var farið yfir staf/hljóð vikunnar og skoðað lærum og leikum með hljóðin.
Í listarsmiðju voru börnin að föndra fyrir hrekkjavökuna.
Það var enginn göngutúr í þessari viku þar sem hrekkjavakan var haldin þann daginn.
Vonum að þið eigið ánægjulega helgi, hlökkum til að sjá ykkur kát og hress á mánudaginn.
Kennarar á Holti