Starfsemi foreldrafélagsins

Foreldrafélagið er starfrækt á leikskólanum Álfasteini. Markmið félagsins er að hafa fjárhagslegan stuðning við ýmislegt í starfsemi leikskólans. Það stendur t.d fyrir ýmsum uppákomum s.s leiksýningum, fræðslu, rútuferðum og heimsókn jólasveins svo fátt eitt sé nefnt.

Svo að hægt sé að styðja við bakið á leikskólanum með þessum hætti sendir félagið út greiðsluseðla til foreldra tvisvar á ári í apríl og í nóvember.

Í stjórn félagsins sitja tveir fulltrúar frá hverri deild.