Inga Líndal Finnbogadóttir
Leikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
Inga hóf leikskólakennaranám í Noregi sem hún lauk svo við Fósturskóla Íslands árið 1991, hún lauk B.Ed prófi í leikskólakennarafræðum árið 2004 og M.ed. í stjórnunarfræðum leikskóla árið 2015. Inga hefur verið leikskólastjóri í Álfasteini frá því að skólinn tók til starfa 2001. Hún mótaði og þróaði stefnu Álfasteins ásamt þeim sem hafa verið að vinna á leikskólanum í gegnum tíðina. Áður hafði Inga unnið á öðrum leikskólum Hafnarfjarðarbæjar.