Velkomin í skólann
Kæru foreldrar velkomin á leikskólann Álfastein Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir hvert barn og þeirri reynslu fylgja miklar breytingar á daglegu lífi. Til að auðvelda þeim þessar breytingar er sett upp sérstakt skipulag þar sem barnið og foreldrar þess aðlagast leikskólanum. Í Álfasteini er stuðst við skipulag þátttökuaðlögunar. Hún byggist á því að barnið sé að læra að vera á nýjum stað og í nýjum aðstæðum. Aðlögunin byggir á fullri þátttöku foreldranna í starfi leikskólans þá daga sem hún á sér stað. Með þátttökuaðlögun gefst foreldrum tækifæri til að smita eigin öryggiskennd, forvitni og spennu yfir þessum nýju aðstæðum til barna sinna. Foreldrar sem þátttakendur öðlast öryggi og ná að fylgjast með því sem á sér stað í leikskólanum og sjá starfsfólk að störfum. Þeir kynnast starfsfólki leikskólans, hinum börnunum, foreldrum þeirra og almennu starfi leikskólans. Hópstjóri barnsins tekur á móti barninu í aðlögun. Aðlögun Hópsstjóri barns:_______________________________________________ Fyrsti dagur. 9:00-12:00. Foreldrar merkja sig og börnin með límmiðum, ath að setja merkimiða barnsins á bakið á þeim. Foreldrar sinna öllum líkamlegum þörfum barnsins þennan dag, sjá um salernisferðir, gefa þeim að borða og leika við þau. Starfsfólk leikskólans er til staðar og skipuleggur daginn, sýna foreldrum hvar hlutir eru, sæti barnsins o.fl. en taka verkin ekki af foreldrunum. Annar dagur, 9:00-14:00. Nú bætist við útivera og hvíld og jafnvel síðdegishressing. Á degi tvö svæfa foreldrar sjálf barn sitt (eða starfsfólk leikskólans í samráði við foreldra) en fara heim með barnið ef það sofnar ekki, svo það fái sína daglegu hvíld. Ef barn sofnar geta foreldrar valið að fara heim og þá verður hringt þegar barn vaknar (sofa yfirleitt skemur á nýjum stað til að byrja með) eða verið áfram í leikskólanum og spjallað við starfsfólkið/aðra foreldra og kynnt sér starfið. Gott er að taka tillit til einstaklinganna og fylgja líðan þeirra og fara frekar fyrr heim þann daginn ef þörf er á. Foreldrar eru velkomnir að vera í síðdegishressingunni með barninu, ef því líður vel. Þriðji dagur. Barnið er til 15:00. Barnið kemur á þeim tíma sem vistunartíminn segir tilForeldrar kveðja barnið í frjálsum leik (úti eða inni), ef vel gengur. Barnið borðar síðan og hvílir sig en hringt er í foreldra ef barn sofnar ekki, annars þegar það vaknar. Foreldri og barn geta verið í síðdegishressingu ef allt gengur vel. Á fjórða og fimmta degi koma foreldrar með börnin á þeim tíma sem þeir ætla að hafa að morgni en gott er að stytta daginn til að byrja með þ.e ekki hafa börnin lengur en 6 - 7 klst þessa daga. Gott er að vera í góðu sambandi við deildarstjóra hvernig haga skuli dögunum ef eitthvað bregður út af td. ef barn er óöruggt eða verður veikt á aðlögunartíma. Betra er að hafa aðlögunarferlið lengra en styttra ef það hentar barninu betur. Gott er að nýta tímann í aðlögun til að spjalla við starfsfólkið og spyrja það um starfsemina og hvernig hlutunum er hagað í leikskólanum ásamt því að upplýsa það um barnið ykkar. Foreldrar eru beðnir um að koma með fatnað til útiveru og athuga að hafa slökkt á farsímum. Foreldrar eru beðnir um að koma með eina ljósmynd af barninu sem sett verður í hólf barnsins. |